Fótbolti

Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar stórkoslegu marki sínu í kvöld.
Lionel Messi fagnar stórkoslegu marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Real Sociedad í seinni undanúrslitaleik liðanna.

Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 og þar með samanlagt 3-1. Lionel Messi kom Barcelona í 1-0 á 27. mínútu í kvöld og Börsungar voru þar með komnir í frábær mál.

Mark Messi í kvöld var af betri gerðinni en hann einlék þá upp allan völlinn og skoraði án þess að varnarmenn Real Sociedad kæmu vörnum við.

Frakkinn Antoine Griezmann jafnaði metin fyrir Real Sociedad þremur mínútum fyrir leikslok en það mark kom alltof seint.

Real Madrid sló Atlético Madrid sannfærandi út í fyrrakvöld og verður mótherji Barcelona í úrslitaleiknum sem er fram 19. apríl næstkomandi.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×