Jarðsigshola gleypti 8 bíla í bílasafni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 09:49 Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent
Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent