Jarðsigshola gleypti 8 bíla í bílasafni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 09:49 Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent
Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent