Justyna Kowalczyk frá Póllandi vann öruggan sigur í 10km skíðagöngu kvenna með hefðbundinni aðferð á ÓL í Sotsjí í í dag.
Brautin var afar blaut og erfið og hafði Sævar Birgisson, Ólympíufari okkar Íslendinga, það á orði að færið minnti á landsmót hér heima.
Kowalczyk fór kílómetrana tíu á 28:17,8 mínútum og var ríflega 18 sekúndum á undan Charlotte Kalla frá Svíþjóð sem fékk silfrið. Hennar annað Ólympíusilfur.
Theresa Johaug frá Noregi varð svo í þriðja sæti, 28 sekúndum á eftir þeirri pólsku, en hún skaut heimsmeistaranum fyrrverandi Aino-Kaisa Saarinen frá Finnlandi niður í fjórða sætið.
Martin Björgen frá Noregi, sem vann 15km skiptigönguna um síðustu helgi, átti erfitt uppdráttar í blautri brautinni og þurfti að sætta sig við fimmta sætið.
Þetta er annað Ólympíugull Kowalczyk en hún vann 30km göngu með hefðbundinni aðferð á Ólympíuleikunum í Vancouver fyrir fjórum árum.
