Nýr Honda Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 11:15 Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent
Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent