Nissan Leaf mest seldi bíllinn í Noregi það sem af er 2014 Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 08:45 Nissan Leaf hlaðinn. Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent