Land Rover Defender þarf að taka miklum breytingum Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 16:15 Land Rover Defender. Það hefur þegar verið staðfest að hinn ástsæli bíll Land Rover Defender, bíllinn sem er holdgervingur ævintýra og ferðalaga, muni einungis verða framleiddur út næsta ár. Hörðustu aðdáendur þessa lífseiga bíls hafa sennilegast ekki enn komist yfir áfallið enda er bíllinn á sextugasta og áttunda framleiðsluári sínu. En hverjar skyldu meginástæðurnar vera fyrir því aðþessi mikli vinnuþjarkur, sem íslenskir fjallaleiðsögumenn og ferðaþjónustuaðilar elska, skuli ekki verða framleiddur lengur?Selst ekki nægilega velAðalástæðan er sú að þrátt fyrir nokkuð góða sölu þá er bíllinn það sérhæfður að hann selst ekki í nægjanlega miklu mæli á þeim mörkuðum sem skipta Land Rover mestu máli. Ísland spilar augljóslega ekki nægjanlega stóra rullu þrátt fyrir að hér megi sjá allar gerðir Land Rover bíla á flestum götuhornum. Land Rover telur sig þurfa að selja 100 þúsund bíla á ári en sem stendur er salan 20 þúsund bílar. En lausnin er vonandi í sjónmáli. Það má auðvitað ekki gleyma því að Defender stendur fyrir annað og meira en bara það að vera ódrepandi jeppi. Defender er eins og áður segir holdgervingur ævintýra og ferðalaga og DNA bílsins er í öllum öðrum Land Rover bílum, frá þeim minnstu eins og Freelander til þeirra stærstu eins og Range Rover.Þarf að fara í gegnum mikla endurnýjunNýr Land Rover þarf að ná til stærri kaupendahóps, það er ljóst. Land Rover hyggst gera það með því að smíða léttari bíl, með minni loftmótsstöðu og nútímalegri bíl sem nýtir hagkvæmari framleiðslutækni. Þetta þýðir að öllum líkindum að erfitt verður að byggja á einum helsta kosti bílsins sem er sá að það er nánast hægt að gera við hann hvar sem er og hvenær sem er með skiptilykli og skrúfjárni. Á hinn bóginn skiptir hið harðneskjulega útlit líka máli og það er þáttur sem auðveldara getur orðið að flytja yfir í nýjan Land Rover. Þar er eftir miklu að slægjast. Í Bandaríkjunum greiða innfæddir allt upp í 90 þúsund dollara fyrir 25 ára gamla bíla sem eru þeir einu sem með einhverjum hætti komast fram hjá mengunarreglum sem þar eru í gildi.Samnýttur undirvagnSennilegast er að Land Rover muni byggja á grunnplötunni sem notuð er fyrir Discovery og Range Rover bílana en reyna um leið að halda í grófa útlitið í bland við aukna fágun.Það verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður. En fyrir þá sem vilja tryggja sér Land Rover Defender af gamla skólanum þá er eins gott að kíkja fljótlega til BL og leggja inn pöntun áður en það verður of seint.Fjölmargir Defender jeppar í Kerlingarfjöllum. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Það hefur þegar verið staðfest að hinn ástsæli bíll Land Rover Defender, bíllinn sem er holdgervingur ævintýra og ferðalaga, muni einungis verða framleiddur út næsta ár. Hörðustu aðdáendur þessa lífseiga bíls hafa sennilegast ekki enn komist yfir áfallið enda er bíllinn á sextugasta og áttunda framleiðsluári sínu. En hverjar skyldu meginástæðurnar vera fyrir því aðþessi mikli vinnuþjarkur, sem íslenskir fjallaleiðsögumenn og ferðaþjónustuaðilar elska, skuli ekki verða framleiddur lengur?Selst ekki nægilega velAðalástæðan er sú að þrátt fyrir nokkuð góða sölu þá er bíllinn það sérhæfður að hann selst ekki í nægjanlega miklu mæli á þeim mörkuðum sem skipta Land Rover mestu máli. Ísland spilar augljóslega ekki nægjanlega stóra rullu þrátt fyrir að hér megi sjá allar gerðir Land Rover bíla á flestum götuhornum. Land Rover telur sig þurfa að selja 100 þúsund bíla á ári en sem stendur er salan 20 þúsund bílar. En lausnin er vonandi í sjónmáli. Það má auðvitað ekki gleyma því að Defender stendur fyrir annað og meira en bara það að vera ódrepandi jeppi. Defender er eins og áður segir holdgervingur ævintýra og ferðalaga og DNA bílsins er í öllum öðrum Land Rover bílum, frá þeim minnstu eins og Freelander til þeirra stærstu eins og Range Rover.Þarf að fara í gegnum mikla endurnýjunNýr Land Rover þarf að ná til stærri kaupendahóps, það er ljóst. Land Rover hyggst gera það með því að smíða léttari bíl, með minni loftmótsstöðu og nútímalegri bíl sem nýtir hagkvæmari framleiðslutækni. Þetta þýðir að öllum líkindum að erfitt verður að byggja á einum helsta kosti bílsins sem er sá að það er nánast hægt að gera við hann hvar sem er og hvenær sem er með skiptilykli og skrúfjárni. Á hinn bóginn skiptir hið harðneskjulega útlit líka máli og það er þáttur sem auðveldara getur orðið að flytja yfir í nýjan Land Rover. Þar er eftir miklu að slægjast. Í Bandaríkjunum greiða innfæddir allt upp í 90 þúsund dollara fyrir 25 ára gamla bíla sem eru þeir einu sem með einhverjum hætti komast fram hjá mengunarreglum sem þar eru í gildi.Samnýttur undirvagnSennilegast er að Land Rover muni byggja á grunnplötunni sem notuð er fyrir Discovery og Range Rover bílana en reyna um leið að halda í grófa útlitið í bland við aukna fágun.Það verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður. En fyrir þá sem vilja tryggja sér Land Rover Defender af gamla skólanum þá er eins gott að kíkja fljótlega til BL og leggja inn pöntun áður en það verður of seint.Fjölmargir Defender jeppar í Kerlingarfjöllum.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent