Graco endurkallar 3,8 milljón barnastóla Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 00:00 Barnabílstóll frá Graco. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent