Sala Porsche gæti náð 200.000 bíla sölu 3-4 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 15:45 Porsche Macan jepplingurinn öflugi. Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent
Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent