Bestu bílarnir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2014 16:15 Toyota bílar koma vel út sem fyrr. Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent
Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent