„Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2014 16:41 Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar. Mín skoðun Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar.
Mín skoðun Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira