Íslensku srákarnir voru í 63. og 65. sæti fyrir seinni ferðina í dag af þeim 79 keppendum sem fengu að fara aftur niður fjallið.
Samanlagður tími Einars var 3:05,45 mínútur og Brynjar Jökull fór ferðirnar tvær samanlagt á 3:09,61 mínútum. Einar var ríflega 20 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Ted Ligety frá Bandaríkjunum.
Í heildina endaði Einar Kristinn í 56. sæti og Brynjar Jökull í 59. sæti af þeim 72 keppendum sem kláruðu seinni ferðina.
Fín frammistaða hjá strákunum sem ætla sér báðir stærri hluti í sviginu á laugardaginn.
