Sala bíla fer vel af stað Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2014 09:51 Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs. Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent
Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent