Veður minnkar bílasölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 13:00 Víða í Bandaríkjunum hefur fólk þurft að glíma við snjó sem aldrei fyrr. Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent