Fíkniefnastríðið í brennidepli Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2014 13:16 Snarrótin – samtök um borgaraleg réttindi, blæs til sóknar gegn bannhyggju og hræðsluáróðri að sögn Péturs Þorsteinssonar fyrrverandi skólastjóra á Kópaskeri og formanns Snarrótarinnar. Samtökin hafa boðið tveimur heimsþekktum baráttumönnum til Íslands, breska vísindamanninum David Nutt og bandaríska baráttujaxlinum Ethan Nadelman. Pétur er ódeigur í baráttu sinni gegn bannhyggjunni, hann telur stríðið gegn fíkniefnum, í því formi sem það er nú rekið löngu tapað og í raun sé eina leiðin sú að fíknefni séu leyfð sem lið í því að afglæpavæða neytendur. En, hvað má um þessa menn segja, en þeir eru dr. Ethan Nadelman og prófessor David Nutt?Heilinn á bak við árangur gegn bannhyggju „Dr. Ethan Nadelman er framkvæmdastjóri The Drug Policy Alliance, öflugustu baráttusamtaka Norður-Ameríku gegn fíknistríðinu. Hann er doktor í stjórnmálafræði frá Harvard og með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics. Hann kenndi í sjö ár við Princeton University áður en hann gerði baráttuna gegn fíknistríði og bannhyggju að æfistarfi,“ segir Pétur. Hann talar um Nadelmann sem einn þekktasta og virtasta baráttumann heimsins gegn útskúfunar- og refsihyggju í svokölluðum fíkniefnamálum. „Og er gjarnan kallaður heilinn á bak við þann glæsilega árangur sem andbanningar hafa náð í Bandaríkjunum, nú síðast í Colorado og Washington. Samtök hans hafa aðstoðað baráttusamtök í einstökum ríkjum Bandaríkjanna við að knýja fram umbætur, meðal annars varðandi lögvæðingu kannabisefna í lækningaskyni, skaðaminnkun og mannúðlegri framkvæmd laga. Hann hefur beitt sér fyrir umbótum á dóms- og réttarvörslukerfi Bandaríkjanna, en það er illræmt fyrir kynþáttamismunun og glórulausa refsigleði. Fjórði hver fangi á jörðinni situr í bandarísku fangelsi og engin þjóð í heiminum geymir jafn hátt hlutfall borgara sinna í búrum. Það skortir ekki verkefni í Bandaríkjunum fyrir mann eins og Ethan Nadelman.“Misnotkun fíkniefna í pólitískum tilgangi Þetta eru greinilega engir aukvisar sem Snarrótin hefur boðað til leiks, Pétur segir að Nadelman sé mikill ræðuskörungur og gjarnan fulltrúi skynsemi og mannúðar í kappræðum við bannhyggjupáfa og stjórnmálajöfra sem misnota fíkniefni í pólitískum tilgangi. „Hann er auk þess afkastamikill pistlahöfundur og mikilvægur ráðgjafi og hugmyndasmiður í hinni alþjóðlegu hreyfingu gegn fíknistríðinu. Nadelman og samtök hans eru til dæmis virkir þáttakendur í umræðunni í Mið- og Suður-Ameríku, meðal annars í Urúgvæ, sem nýlega lögvæddi kannabismarkaðinn að fullu.“ Víkur þá sögunni að prófessor David Nutt sem Pétur segir heimsþekktan breskan vísindamann og sérfræðing um vímuefnamál. „Hann hefur getið sér gott orð fyrir miskunnarlausa gagnrýni á hræðsluáróður og rangfærslur stjórnmálamanna og fjölmiðla í vímuefnamálum, en einnig hlotið skrokkskjóður fyrir óþægilegan heiðarleika og hreinskilni, ekki síst vegna greina sem hann skrifaði um hættur af völdum ýmissa vímuefna. Hann benti á að reiðmennska að breskum hætti veldur samfélaginu ívið meiri háska en MDMA. Hann sýndi fram á að löglegu fíkniefnin, áfengi og tóbak, eru miklu hættulegri en kannabis og raunar flest ólögleg vímuefni. Í stuttu máli sýndi hann fram á að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, er mestan part hjávísindi og stenst ekki fræðilega gagnrýni. Fyrir það var hann rekinn úr starfi aðalráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum.“Dr. Ethan Nadelman og David Nutt.Sannarlega enginn ruglukollur Nú kann einhver að halda að David Nutt sé ruglukollur sem enginn tekur mark á en Pétur segir það af og frá. "Hann er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London. Hann er forseti Óháðu vísindanefndarinnar um vímuefni (ISCD), forseti Evrópuháskólans í taugageðlyfjafræði (ECNP) og nýkjörinn forseti Sambands breskra taugavísindamanna, svo fátt eitt sé nefnt af trúnaðarstöðum hans á vísindasviðinu, innan Bretlands og í alþjóðlegu samstarfi. Að auki hefur hann ritstýrt tímaritinu The Journal of Psychopharmacology í rúman áratug,“ segir Pétur um Nutt og bendir meðal annars á að árið 2010 taldi tímaritið Times Eureka David Nutt á meðal hundrað áhrifamestu einstaklingana í bresku vísindasamfélagi. David Nutt er tíður gestur í sjónvarpi og útvarpi og er mjög eftirsóttur fyrirlesari, enda er honum einkar lagið að setja mál sitt fram með aðgengilegum hætti.Ræfildómur að sitja þegjandi undir áróðri hagsmunapotara Spurður hver sé meiningin með hingaðkomu þessara herramanna rifjar Pétur upp að eftir heimsókn breska MI5 njósnarans og uppljóstrarans Annie Machon, sem var fyrsti gestur Snarrótarinnar, var ljóst að almenning á Íslandi þyrsti í fræðslu og upplýsingar um fíkniefnamál frá nýju sjónarhorni. „Fullt var út úr dyrum á þremur fyrirlestrum hennar og viðtöl í fjölmiðlum vöktu mikla athygli. Heimsóknir David Nutt og Ethan Nadelman eru næstu skref. Snarrótin telur að það sé löngu tímabært að svipta hagsmunahópa því eignarhaldi á umræðunni um svokölluð fíkniefni sem sem þeir hafa hrifsað til sín síðustu áratugi. Í þeim fríða flokki er lögreglan fremst meðal jafningja, en talnaspámenn SÁÁ, sumir geðlæknar og forvarnarspekingar af ólíklegustu skúffum eru einnig óþreytandi að miðla „rangsannindum“ og hræðsluáróðri. Það er ræfildómur að sitja þegjandi undir marklitlum áróðri hagsmunapotara og horfa þegjandi á samborgara sína troðna niður í svaðið.“Múgheimska og fordómar Með heimsókn David Nutt og Ethan Nadelman blæs Snarrótin til sóknar gegn útskúfunar- og refsihyggju annars vegar, en fræðilegum óheiðarleika hins vegar, segir Pétur og dregur hvergi af sér: „Þeir eru öflugasta tvíeyki sem völ er á í dag til að miðla fréttum af dauðastríði bannhyggjunnar og kynna það sem best er vitað í fræðaheiminum um hættur af völdum löglegra og ólöglegra fíkniefna. Tilgangurinn er að gefa almenningi á Íslandi tækifæri til að heyra, sjá og fræðast, enda trúir Snarrótin því að upplýsing og þekking séu öflugustu vopnin gegn fordómum og múgheimsku.“ David Nutt kemur til landsins 13. september og fer þann 17. september. Opinber fyrirlestur hans um vímuefnamál og vímuefnastefnu verður þriðjudaginn 16. september. Mánudagurinn 15. september er frátekinn fyrir fjölmiðla sem óska eftir að taka viðtöl við hann. Að öðru leyti er dagskráin í mótun, en Snarrótin hefur áhuga á að bjóða fulltrúum vísindasamfélagsins upp á rabbfund með honum ef tíminn leyfir.Vill umræður með stjórnmálamönnum Heimsókn Etan Nadelman hefur enn ekki verið tímasett nákvæmlega, en unnið er að því að finna dagsetningar sem henta. „Hann mun flytja einn opinberan fyrirlestur og fjölmiðlar fá tækifæri til að ræða við hann. Gaman væri að bjóða stjórnmálamönnum að hitta Nadelman til að ræða við hann um vímuefnapólitík ef tími gefst til. Rétt er að taka fram að fyrirlestrar beggja verða öllum opnir, án endurgjalds, enda markmið Snarrótarinnar að allir áhugamenn um þennan mikilvæga málflokk geti sótt þá,“ segir Pétur. Kostnaði reyna þeir Snarrótarmenn að halda í algjörlu lágmarki. „Enda er Snarrótin afar fátækt félag. Við greiðum einungis farseðla, hótelkostnað og uppihald. Engu að síður munu heimsóknirnar kosta 500.000 – 600.000 krónur samanlagt, sem aflað verður með tvennum hætti: Í fyrsta lagi heitum við á almenning, félagasamtök og fyrirtæki að leggja málinu lið með framlögum í ferðasjóðinn. Í öðru lagi hafa þrír stjórnarmenn í Snarrótinni heitið framlagi upp á 100.000 krónur hver til að tryggja framgang málsins og axla ábyrgð á framtakinu. Framlög til Snarrótarinnar eru trúnaðarmál, en þó má geta þess að á fyrstu dögum söfnunarinnar hafa fjörutíuþúsund krónur komið í kassann,“ segir Pétur og heldur áfram: „Yfirbygging Snarrótarinnar er engin. Við höfum enga skrifstofu og engan starfsmann. Öll vinna í þágu félagsins er sjálfboðastarf og fyrirlesararnir gefa vinnu sína. Hver króna sem safnast rennur til verkefna sem nýtast í baráttu okkar gegn útskúfunar- og refsihyggju og til stuðnings borgaralegum réttindindum á Íslandi. Snarrótin hefur enga öfluga stuðningsaðila á bak við sig en hún á marga vini. Og vinir Snarrótarinnar eiga enn fleiri vini og auk þess vini vina sinna. Ef við leggjumst á eitt og hjálpumst að við kynna málstaðinn og klóra saman þá aura sem vantar er málið í höfn. Ef söfnunin skilar afgangi verður hann nýttur til nýrra verkefna sem blasa við í öllum áttum.“Hundruð ungmenna tapa ærunni Pétur segir fleiri framúrskarandi erlenda fyrirlesara í siktinu og allir virðast boðnir og búnir til að heimsækja Ísland og leggja baráttu þeirra lið. „Brýnt er að gefa út lögfræðilegt skírteini sem ungt fólk getur haft í vasanum og lesið uppúr þegar lögreglan fer yfir strikið. Það þarf að semja og þýða öfgalaust fræðsluefni um vímuefni og þróun mála í heiminum.“ Pétur segir Snarrótina dreyma um að geta haldið ráðstefnu með íslenskum og erlendum fyrirlesurum í framtíðinni. Verkefnin eru óþrjótandi og þau eru brýn. „Hvert ár sem tapast kostar hundruð ungmenna æruna og skertar framtíðarhorfur. Hvert ár kostar mannslíf sem unnt væri að bjarga með mannúðlegri og skynsamlegri verkfærum en stóru sleggjunni.“ Og eftir svo mikla ræðu verður ekki hjá því komist að leyfa Pétri að vekja athygli á reikningi samtakanna: „Ef einhverjir lesendur þessa viðtals vilja leggja baráttu Snarrótarinnar lið leyfi ég mér að benda á reikning félagsins í Arion banka, 0323-26-011004, Kennitala: 511004-3220. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Ég bendi einnig á að síða Snarrótarinnar á Facebook birtir daglega fréttir, íslenskar og erlendar, af því sem efst er á baugi í fíknistríðinu hverju sinni. Ég hvet lesendur til að gerast áskrifendur að síðunni og deila fréttum af henni sem víðast og mest,“ segir Pétur að endingu. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Snarrótin – samtök um borgaraleg réttindi, blæs til sóknar gegn bannhyggju og hræðsluáróðri að sögn Péturs Þorsteinssonar fyrrverandi skólastjóra á Kópaskeri og formanns Snarrótarinnar. Samtökin hafa boðið tveimur heimsþekktum baráttumönnum til Íslands, breska vísindamanninum David Nutt og bandaríska baráttujaxlinum Ethan Nadelman. Pétur er ódeigur í baráttu sinni gegn bannhyggjunni, hann telur stríðið gegn fíkniefnum, í því formi sem það er nú rekið löngu tapað og í raun sé eina leiðin sú að fíknefni séu leyfð sem lið í því að afglæpavæða neytendur. En, hvað má um þessa menn segja, en þeir eru dr. Ethan Nadelman og prófessor David Nutt?Heilinn á bak við árangur gegn bannhyggju „Dr. Ethan Nadelman er framkvæmdastjóri The Drug Policy Alliance, öflugustu baráttusamtaka Norður-Ameríku gegn fíknistríðinu. Hann er doktor í stjórnmálafræði frá Harvard og með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics. Hann kenndi í sjö ár við Princeton University áður en hann gerði baráttuna gegn fíknistríði og bannhyggju að æfistarfi,“ segir Pétur. Hann talar um Nadelmann sem einn þekktasta og virtasta baráttumann heimsins gegn útskúfunar- og refsihyggju í svokölluðum fíkniefnamálum. „Og er gjarnan kallaður heilinn á bak við þann glæsilega árangur sem andbanningar hafa náð í Bandaríkjunum, nú síðast í Colorado og Washington. Samtök hans hafa aðstoðað baráttusamtök í einstökum ríkjum Bandaríkjanna við að knýja fram umbætur, meðal annars varðandi lögvæðingu kannabisefna í lækningaskyni, skaðaminnkun og mannúðlegri framkvæmd laga. Hann hefur beitt sér fyrir umbótum á dóms- og réttarvörslukerfi Bandaríkjanna, en það er illræmt fyrir kynþáttamismunun og glórulausa refsigleði. Fjórði hver fangi á jörðinni situr í bandarísku fangelsi og engin þjóð í heiminum geymir jafn hátt hlutfall borgara sinna í búrum. Það skortir ekki verkefni í Bandaríkjunum fyrir mann eins og Ethan Nadelman.“Misnotkun fíkniefna í pólitískum tilgangi Þetta eru greinilega engir aukvisar sem Snarrótin hefur boðað til leiks, Pétur segir að Nadelman sé mikill ræðuskörungur og gjarnan fulltrúi skynsemi og mannúðar í kappræðum við bannhyggjupáfa og stjórnmálajöfra sem misnota fíkniefni í pólitískum tilgangi. „Hann er auk þess afkastamikill pistlahöfundur og mikilvægur ráðgjafi og hugmyndasmiður í hinni alþjóðlegu hreyfingu gegn fíknistríðinu. Nadelman og samtök hans eru til dæmis virkir þáttakendur í umræðunni í Mið- og Suður-Ameríku, meðal annars í Urúgvæ, sem nýlega lögvæddi kannabismarkaðinn að fullu.“ Víkur þá sögunni að prófessor David Nutt sem Pétur segir heimsþekktan breskan vísindamann og sérfræðing um vímuefnamál. „Hann hefur getið sér gott orð fyrir miskunnarlausa gagnrýni á hræðsluáróður og rangfærslur stjórnmálamanna og fjölmiðla í vímuefnamálum, en einnig hlotið skrokkskjóður fyrir óþægilegan heiðarleika og hreinskilni, ekki síst vegna greina sem hann skrifaði um hættur af völdum ýmissa vímuefna. Hann benti á að reiðmennska að breskum hætti veldur samfélaginu ívið meiri háska en MDMA. Hann sýndi fram á að löglegu fíkniefnin, áfengi og tóbak, eru miklu hættulegri en kannabis og raunar flest ólögleg vímuefni. Í stuttu máli sýndi hann fram á að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, er mestan part hjávísindi og stenst ekki fræðilega gagnrýni. Fyrir það var hann rekinn úr starfi aðalráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum.“Dr. Ethan Nadelman og David Nutt.Sannarlega enginn ruglukollur Nú kann einhver að halda að David Nutt sé ruglukollur sem enginn tekur mark á en Pétur segir það af og frá. "Hann er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London. Hann er forseti Óháðu vísindanefndarinnar um vímuefni (ISCD), forseti Evrópuháskólans í taugageðlyfjafræði (ECNP) og nýkjörinn forseti Sambands breskra taugavísindamanna, svo fátt eitt sé nefnt af trúnaðarstöðum hans á vísindasviðinu, innan Bretlands og í alþjóðlegu samstarfi. Að auki hefur hann ritstýrt tímaritinu The Journal of Psychopharmacology í rúman áratug,“ segir Pétur um Nutt og bendir meðal annars á að árið 2010 taldi tímaritið Times Eureka David Nutt á meðal hundrað áhrifamestu einstaklingana í bresku vísindasamfélagi. David Nutt er tíður gestur í sjónvarpi og útvarpi og er mjög eftirsóttur fyrirlesari, enda er honum einkar lagið að setja mál sitt fram með aðgengilegum hætti.Ræfildómur að sitja þegjandi undir áróðri hagsmunapotara Spurður hver sé meiningin með hingaðkomu þessara herramanna rifjar Pétur upp að eftir heimsókn breska MI5 njósnarans og uppljóstrarans Annie Machon, sem var fyrsti gestur Snarrótarinnar, var ljóst að almenning á Íslandi þyrsti í fræðslu og upplýsingar um fíkniefnamál frá nýju sjónarhorni. „Fullt var út úr dyrum á þremur fyrirlestrum hennar og viðtöl í fjölmiðlum vöktu mikla athygli. Heimsóknir David Nutt og Ethan Nadelman eru næstu skref. Snarrótin telur að það sé löngu tímabært að svipta hagsmunahópa því eignarhaldi á umræðunni um svokölluð fíkniefni sem sem þeir hafa hrifsað til sín síðustu áratugi. Í þeim fríða flokki er lögreglan fremst meðal jafningja, en talnaspámenn SÁÁ, sumir geðlæknar og forvarnarspekingar af ólíklegustu skúffum eru einnig óþreytandi að miðla „rangsannindum“ og hræðsluáróðri. Það er ræfildómur að sitja þegjandi undir marklitlum áróðri hagsmunapotara og horfa þegjandi á samborgara sína troðna niður í svaðið.“Múgheimska og fordómar Með heimsókn David Nutt og Ethan Nadelman blæs Snarrótin til sóknar gegn útskúfunar- og refsihyggju annars vegar, en fræðilegum óheiðarleika hins vegar, segir Pétur og dregur hvergi af sér: „Þeir eru öflugasta tvíeyki sem völ er á í dag til að miðla fréttum af dauðastríði bannhyggjunnar og kynna það sem best er vitað í fræðaheiminum um hættur af völdum löglegra og ólöglegra fíkniefna. Tilgangurinn er að gefa almenningi á Íslandi tækifæri til að heyra, sjá og fræðast, enda trúir Snarrótin því að upplýsing og þekking séu öflugustu vopnin gegn fordómum og múgheimsku.“ David Nutt kemur til landsins 13. september og fer þann 17. september. Opinber fyrirlestur hans um vímuefnamál og vímuefnastefnu verður þriðjudaginn 16. september. Mánudagurinn 15. september er frátekinn fyrir fjölmiðla sem óska eftir að taka viðtöl við hann. Að öðru leyti er dagskráin í mótun, en Snarrótin hefur áhuga á að bjóða fulltrúum vísindasamfélagsins upp á rabbfund með honum ef tíminn leyfir.Vill umræður með stjórnmálamönnum Heimsókn Etan Nadelman hefur enn ekki verið tímasett nákvæmlega, en unnið er að því að finna dagsetningar sem henta. „Hann mun flytja einn opinberan fyrirlestur og fjölmiðlar fá tækifæri til að ræða við hann. Gaman væri að bjóða stjórnmálamönnum að hitta Nadelman til að ræða við hann um vímuefnapólitík ef tími gefst til. Rétt er að taka fram að fyrirlestrar beggja verða öllum opnir, án endurgjalds, enda markmið Snarrótarinnar að allir áhugamenn um þennan mikilvæga málflokk geti sótt þá,“ segir Pétur. Kostnaði reyna þeir Snarrótarmenn að halda í algjörlu lágmarki. „Enda er Snarrótin afar fátækt félag. Við greiðum einungis farseðla, hótelkostnað og uppihald. Engu að síður munu heimsóknirnar kosta 500.000 – 600.000 krónur samanlagt, sem aflað verður með tvennum hætti: Í fyrsta lagi heitum við á almenning, félagasamtök og fyrirtæki að leggja málinu lið með framlögum í ferðasjóðinn. Í öðru lagi hafa þrír stjórnarmenn í Snarrótinni heitið framlagi upp á 100.000 krónur hver til að tryggja framgang málsins og axla ábyrgð á framtakinu. Framlög til Snarrótarinnar eru trúnaðarmál, en þó má geta þess að á fyrstu dögum söfnunarinnar hafa fjörutíuþúsund krónur komið í kassann,“ segir Pétur og heldur áfram: „Yfirbygging Snarrótarinnar er engin. Við höfum enga skrifstofu og engan starfsmann. Öll vinna í þágu félagsins er sjálfboðastarf og fyrirlesararnir gefa vinnu sína. Hver króna sem safnast rennur til verkefna sem nýtast í baráttu okkar gegn útskúfunar- og refsihyggju og til stuðnings borgaralegum réttindindum á Íslandi. Snarrótin hefur enga öfluga stuðningsaðila á bak við sig en hún á marga vini. Og vinir Snarrótarinnar eiga enn fleiri vini og auk þess vini vina sinna. Ef við leggjumst á eitt og hjálpumst að við kynna málstaðinn og klóra saman þá aura sem vantar er málið í höfn. Ef söfnunin skilar afgangi verður hann nýttur til nýrra verkefna sem blasa við í öllum áttum.“Hundruð ungmenna tapa ærunni Pétur segir fleiri framúrskarandi erlenda fyrirlesara í siktinu og allir virðast boðnir og búnir til að heimsækja Ísland og leggja baráttu þeirra lið. „Brýnt er að gefa út lögfræðilegt skírteini sem ungt fólk getur haft í vasanum og lesið uppúr þegar lögreglan fer yfir strikið. Það þarf að semja og þýða öfgalaust fræðsluefni um vímuefni og þróun mála í heiminum.“ Pétur segir Snarrótina dreyma um að geta haldið ráðstefnu með íslenskum og erlendum fyrirlesurum í framtíðinni. Verkefnin eru óþrjótandi og þau eru brýn. „Hvert ár sem tapast kostar hundruð ungmenna æruna og skertar framtíðarhorfur. Hvert ár kostar mannslíf sem unnt væri að bjarga með mannúðlegri og skynsamlegri verkfærum en stóru sleggjunni.“ Og eftir svo mikla ræðu verður ekki hjá því komist að leyfa Pétri að vekja athygli á reikningi samtakanna: „Ef einhverjir lesendur þessa viðtals vilja leggja baráttu Snarrótarinnar lið leyfi ég mér að benda á reikning félagsins í Arion banka, 0323-26-011004, Kennitala: 511004-3220. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Ég bendi einnig á að síða Snarrótarinnar á Facebook birtir daglega fréttir, íslenskar og erlendar, af því sem efst er á baugi í fíknistríðinu hverju sinni. Ég hvet lesendur til að gerast áskrifendur að síðunni og deila fréttum af henni sem víðast og mest,“ segir Pétur að endingu.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira