Tesla Model S gegn Chevrolet Corvette Stingray Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 09:30 Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent