Honda flytur meira út en inn til BNA Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 10:30 Framleiðsla Honda Accord í Marysville í Bandaríkjunum. Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Honda er fyrsti japanski bílaframleiðandinn sem flytur út meira af bílum frá Bandaríkjunum en til landsins. Í fyrra flutti Honda út 108.705 Honda og Acura bíla frá Bandaríkjunum, en flutti inn 88.357 slíka frá öðrum löndum, aðallega frá Japan. Innflutningur Honda til Bandaríkjanna hefur verið á hraðri niðurleið á undanförnum árum. Árið 2008 flutti Honda inn 187.000 bíla þangað en aðeins um 20.000 bíla þaðan. Árið 2012 flutti Honda inn 136.000 bíla en 74.000 út þaðan. Nú hefur þetta snúist við og straumurinn liggur út. Útflutningur Honda frá Bandaríkjunum er til alls 50 landa og fara flestir þeirra til Mexíkó. Honda framleiddi 1,3 milljónir bíla í fyrra í Bandaríkjunum og hefur aldrei framleitt fleiri bíla þar.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent