Leiður ávani að aka hægt á vinstri akrein Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 12:15 Þung umferð í höfuðborginni. Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent