Subaru hefur framleitt 20 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 08:45 Subaru Legacy. Automobile Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent
Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent