Auður 85 manna jafn mikill og eignir helmings mannkyns Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2014 11:30 Frá Allahabad á Indlandi. Nordicphotos/AFP Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira