Góður ársfjórðungur Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 09:54 Peugeot 2008 selst vel í Kína. Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent