Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. janúar 2014 06:45 Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. vísir/pjetur Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi. Í fréttinni kemur fram að Vodafone hafi í febrúar 2012 veitt lögreglu upplýsingar um þrjú símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu frá árinu 2007. Í gögnunum kom fram úr hvaða númeri var hringt, nafn þess sem hringdi, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga er fjarskiptafyrirtækjum aðeins heimilt að geyma slíkar upplýsingar í sex mánuði. Í tilkynningu Vodafone segir að fyrirtækið harmi að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Ljóst væri að umræddum gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir gögnunum við Vodafone og áframsendi þau síðan í tölvupósti til lögreglunnar á Akranesi sem fór með rannsókn málsins, sem sneri að lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu.Tilkynningin frá VodafoneVegna upplýsinga sem fram koma í tveggja ára gömlum rannsóknargögnum lögreglu um meint kynferðisbrot og birt hafa verið á netinu vill Vodafone koma eftirfarandi á framfæri.Í gögnunum er að finna afrit af tölvusamskiptum tveggja lögreglumanna þar sem m.a. sést beiðni sem send var Vodafone í kjölfar dómsúrskurðar. Í beiðninni er óskað eftir tilteknum gögnum frá fyrirtækinu vegna rannsóknar málsins. Í svari fyrirtækisins koma fram upplýsingar um þrjú símtöl frá árinu 2007. Fram kemur úr hvaða númeri var hringt, nafn hringjanda, í hvaða númer var hringt og lengd símtalanna. Tölvusamskiptin milli lögreglu og Vodafone áttu sér stað í febrúar 2012. Ljóst er að umrædd[um] gögnum hefði átt að vera búið að eyða, þar sem þau voru orðin eldri en 6 mánaða. Rétt er að taka fram að skömmu eftir að þessi samskipti áttu sér stað var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun. Engin gögn eldri en 6 mánaða eru geymd hjá Vodafone í dag.Vodafone harmar að reglum um vistun gagnanna hafi ekki verið framfylgt á þessum tíma. Í þessu tilfelli er verið að afhenda lögreglu gögn vegna rannsóknar í sakamáli og samkvæmt dómsúrskurði. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd gögnin áttu ekki að vera geymd. Það skal ítrekað að engin fjarskiptagögn eldri en 6 mánaða eru nú geymd hjá fyrirtækinu en farið var í sérstaka athugun á því í kjölfar innbrots á vef Vodafone seint á síðasta ári.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. 21. janúar 2014 22:13
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45