Sigurvegari Dakar er í raun ekki Mini Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 00:01 Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent
Efstu þrjú sætin í nýliðnu Dakar ralli voru Mini bílar, en Mini er í eigu BMW. Staðreyndin er nú sú að svo til ekkert í bílnum má finna í Mini bílum nema yfirbygginguna. Undivagn bílsins er smíðaður af keppnisliðinu sem sannarlega vann Dakar, X-Raid ásamt Heggemann Autosport frá Þýskalandi. Vélin í bílnum er fengin frá BMW og er 3,0 lítra dísilvél sem ekki finnst í neinum Mini bíl, heldur í BMW bílum. Bremsur og kúpling er fengin frá AP Racing og mismunadrifið er frá Xtrac. Þessar staðreyndir er X-Raid ekkert að fela og kemur þetta allt saman fram á heimsíðu liðsins. Í raun er sá Mini sem vann Dakar rallið nú afleiða BMW X3s bílsins sem keppti í þessari sömu keppni fyrir nokkrum árum síðan. Eini marktæki munurinn er að bílinn hefur fengið yfirbyggingu frá Mini. Því má segja að að þessar æfingar BMW hafi eingöngu verið gerðar til að auka hróður Mini og markaðsöflin hafi tekið völdin.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent