Traustur þjarkur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 11:00 Toyota Land Cruiser er lítið útlitsbreyttur frá síðustu árgerð. Reynsluakstur – Toyota Land Cruiser 150 Það vekur alltaf athygli er breytingar verða á þeim jeppa sem Íslendingar hafa tekið hvað mestu ástfóstri við, Toyota Land Cruiser. Hann kemur nú andlitslyftur af árgerð 2014 en það skal strax áréttað að breytingarnar eru ekki mjög sýnilegar né miklar. Ógn og býsn er til af Land Cruiser á Íslandi og helgast það af tvennu. Hann hefur selst feykilega vel í gegnum árin og hann endist von úr viti. Ef til vill er það hans helsti kostur og ástæða þess að Íslendingar hafa kosið hann umfram jeppa í lúxusflokki sem eru þó á sambærilegu verði. Annar mjög stór kostur við Land Cruiser er að hann er enn byggður á grind og því hægt að breyta honum, hækka og setja undir stærri dekk. Það á við um fáa jeppa í dag en er okkur Íslendingum mikilvægt. Þannig hefur það verið öll þau 62 ár sem Land Cruiser hefur verið framleiddur, en fáar bílgerðir eiga lengri og farsælli sögu en samtals hefur Land Cruiser selst í yfir 5 milljónum eintaka.Lítil útlitsbreyting Að utanverðu er það helst framendinn sem breyst hefur á bílnum og bæði grillið og framljósin hafa stækkað og standa þau eftirtektarvert lang út úr bílnum. Framstuðarinn er líka heilmikið breyttur. Mesta breytingin er þó fólgin í nýrri og flottari innréttingu þó svo hún ná ekki fegurð innréttinga lúxusjeppanna. Innrétting bílsins sem hefur fengið nokkra yfirhalningu er ennþá frekar látlaus og sterkleg og á ansi langt í keppinautana hvað fríðleika varðar. Allt er frekar klossað og nútíminn virðist ekki enn genginn í garð hjá hönnuðum hennar. Allt það nauðsynlegast er þó að finna þar, allt svínvirkar og virðist sem fyrr jafn vel smíðað. Sætin er góð og auðvelt að finna góða akstursstöðu og útsýniuð úr bílnum er alveg frábært. Rými í aftursæti er líka mjög gott og sætin þar ágæt. Farnagursrýmið í bílnum er einn af stærstu kostum hans og hann flytur heil ósköp ef aftursætin er lögð niður. Það kom hressilega á óvart hvað hljómkerfi bílsins er gott með sína 9 hátalara og gott var að stjórna því á stórum upplýsingaskjánum. Þar er einnig að finna mjög fínt upplýsingakerfi bílsins sem heitir nú Toyota Touch 2.Ekki mikið afl Sama 3,0 lítra dísilvélin er í bílnum, 190 hestafla, sem fæst bæði með 6 gíra beinskiptingu og 5 þrepa sjálfskiptingu. Bílinn má einnig fá með 4,0 lítra og sex strokka bensínvél sem er xxx hestöfl. Dísilvélin sem flestir velja mengar nú 9% minna en áður þó hestaflatalan sé sú sama. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum og VX útgáfan á 18 tommu álfelgum. Land Cruiser er vel búinn bíll tæknilega og drifbúnaðurinn mjög góður sem fyrr. Fyrir vikið er hann mjög seigur torfærubíll eins og Íslendingar þekkja svo vel. Þar á hann sér vart jafningja þó svo bílar Land Rover séu harðir samkeppnisaðilar þar. Bíllinn er með sítengdu fjórhjóladrifi, stöðugleikastýringu, góðri spólvörn og vökvartýrðum hemlum. Allt virkar þetta með miklum sóma og því verður einkar fyrirhafnarlítið að aka bílnum þó svo færðin sé erfið. Í Land Cruiser eru nú komnar 4 myndavélar sem gefa ökumanni fullkomna yfirsýn yfiur umhverfi bílsins sem oft kemur sér vel á svo stórum bíl. Bíllinn er líka með stöðugleikastýringu fyrir aftanívagna sem skynjar hvort eftirvagninn sveigist til og lagar bíllinn sig eftir því. Þetta kerfi á eftir koma mörgum vel hér á landi þar sem títt er að eigendur bílsins noti hann til dráttar.Ágætur í akstri en ekki fimur Akstur Land Cruiser er ánægjulegur þó svo fyrir því finnist hversu stór og þungur bíllinn er. Hann er enn með nokkuð groddalegar hreyfingar, en engu að síður finnur ökumaður fyrir miklu öryggi við akstur hans. Land Cruiser langt í land í fimi í samanburði við margan jeppann, en hann er einfaldlega ekki hugsaður sem sportjeppi, hann er frekar traust vinnutæki, alger þjarkur sem skilar fólki á áfangastað hvernig sem færðin er án þess að bila á leiðinni. Það kunna Íslendingar að meta og þess vegna selst hann svo vel. Vélin telst langt frá því öflug fyrir svo stóran bíl en góð sjálfskiptingin í bílnum hjálpar þó til. Það er erfitt að flýta sér mjög á þessum bíl en huggun harmi gegn að vita að meður kemst ávallt á áfangastað. Eitt af því sem alltaf hefur talist til mikilla kosta Land Cruiser er hversu góður bíllinn er í endursölu og hann heldur virði sínu ótrúlega vel og selst á háu verði þó svo um eldri gerðir hans sé að ræða. Bíllinn er jú ódrepandi og því eru svo margir ennþá á götunum og safna ennþá stórum tölum á akstursmælinn. Land Cruiser er því alltaf góð kaup, en sannarlega ekki bíll sem höfðar til þeirra sem kjósa akstursgetu umfram annað. Verð Land Cruiser í sinni ódýrustu útgáfu er 9.920.000 og þar slær hann við flestum öðrum jeppum en Land Rover Discovery kostar um 1.400.000 krónum meira og Audi Q7 ríflega 3 milljónum meira. Verðlækkun á nýjum BMW X5 gerir það að verkum að hann stendur Land Cruiser næst í verð og er nú um hálfri milljón dýrari.Kostir: Torfærugeta, stærð, búnaðurÓkostir: Lítið afl, aksturseiginleikar, lágstemmd innrétting3,0 l. dísilvél, 190 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 8,2 l./100 km í bl. akstriMengun: 217 g/km CO2Hröðun: 11,7 sek.Hámarkshraði: 175 km/klstVerð frá: 9.920.000 kr.Umboð: Toyota á ÍslandiGríðarstórt farangursrými.Innréttingin hefur tekið framförum. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Reynsluakstur – Toyota Land Cruiser 150 Það vekur alltaf athygli er breytingar verða á þeim jeppa sem Íslendingar hafa tekið hvað mestu ástfóstri við, Toyota Land Cruiser. Hann kemur nú andlitslyftur af árgerð 2014 en það skal strax áréttað að breytingarnar eru ekki mjög sýnilegar né miklar. Ógn og býsn er til af Land Cruiser á Íslandi og helgast það af tvennu. Hann hefur selst feykilega vel í gegnum árin og hann endist von úr viti. Ef til vill er það hans helsti kostur og ástæða þess að Íslendingar hafa kosið hann umfram jeppa í lúxusflokki sem eru þó á sambærilegu verði. Annar mjög stór kostur við Land Cruiser er að hann er enn byggður á grind og því hægt að breyta honum, hækka og setja undir stærri dekk. Það á við um fáa jeppa í dag en er okkur Íslendingum mikilvægt. Þannig hefur það verið öll þau 62 ár sem Land Cruiser hefur verið framleiddur, en fáar bílgerðir eiga lengri og farsælli sögu en samtals hefur Land Cruiser selst í yfir 5 milljónum eintaka.Lítil útlitsbreyting Að utanverðu er það helst framendinn sem breyst hefur á bílnum og bæði grillið og framljósin hafa stækkað og standa þau eftirtektarvert lang út úr bílnum. Framstuðarinn er líka heilmikið breyttur. Mesta breytingin er þó fólgin í nýrri og flottari innréttingu þó svo hún ná ekki fegurð innréttinga lúxusjeppanna. Innrétting bílsins sem hefur fengið nokkra yfirhalningu er ennþá frekar látlaus og sterkleg og á ansi langt í keppinautana hvað fríðleika varðar. Allt er frekar klossað og nútíminn virðist ekki enn genginn í garð hjá hönnuðum hennar. Allt það nauðsynlegast er þó að finna þar, allt svínvirkar og virðist sem fyrr jafn vel smíðað. Sætin er góð og auðvelt að finna góða akstursstöðu og útsýniuð úr bílnum er alveg frábært. Rými í aftursæti er líka mjög gott og sætin þar ágæt. Farnagursrýmið í bílnum er einn af stærstu kostum hans og hann flytur heil ósköp ef aftursætin er lögð niður. Það kom hressilega á óvart hvað hljómkerfi bílsins er gott með sína 9 hátalara og gott var að stjórna því á stórum upplýsingaskjánum. Þar er einnig að finna mjög fínt upplýsingakerfi bílsins sem heitir nú Toyota Touch 2.Ekki mikið afl Sama 3,0 lítra dísilvélin er í bílnum, 190 hestafla, sem fæst bæði með 6 gíra beinskiptingu og 5 þrepa sjálfskiptingu. Bílinn má einnig fá með 4,0 lítra og sex strokka bensínvél sem er xxx hestöfl. Dísilvélin sem flestir velja mengar nú 9% minna en áður þó hestaflatalan sé sú sama. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum og VX útgáfan á 18 tommu álfelgum. Land Cruiser er vel búinn bíll tæknilega og drifbúnaðurinn mjög góður sem fyrr. Fyrir vikið er hann mjög seigur torfærubíll eins og Íslendingar þekkja svo vel. Þar á hann sér vart jafningja þó svo bílar Land Rover séu harðir samkeppnisaðilar þar. Bíllinn er með sítengdu fjórhjóladrifi, stöðugleikastýringu, góðri spólvörn og vökvartýrðum hemlum. Allt virkar þetta með miklum sóma og því verður einkar fyrirhafnarlítið að aka bílnum þó svo færðin sé erfið. Í Land Cruiser eru nú komnar 4 myndavélar sem gefa ökumanni fullkomna yfirsýn yfiur umhverfi bílsins sem oft kemur sér vel á svo stórum bíl. Bíllinn er líka með stöðugleikastýringu fyrir aftanívagna sem skynjar hvort eftirvagninn sveigist til og lagar bíllinn sig eftir því. Þetta kerfi á eftir koma mörgum vel hér á landi þar sem títt er að eigendur bílsins noti hann til dráttar.Ágætur í akstri en ekki fimur Akstur Land Cruiser er ánægjulegur þó svo fyrir því finnist hversu stór og þungur bíllinn er. Hann er enn með nokkuð groddalegar hreyfingar, en engu að síður finnur ökumaður fyrir miklu öryggi við akstur hans. Land Cruiser langt í land í fimi í samanburði við margan jeppann, en hann er einfaldlega ekki hugsaður sem sportjeppi, hann er frekar traust vinnutæki, alger þjarkur sem skilar fólki á áfangastað hvernig sem færðin er án þess að bila á leiðinni. Það kunna Íslendingar að meta og þess vegna selst hann svo vel. Vélin telst langt frá því öflug fyrir svo stóran bíl en góð sjálfskiptingin í bílnum hjálpar þó til. Það er erfitt að flýta sér mjög á þessum bíl en huggun harmi gegn að vita að meður kemst ávallt á áfangastað. Eitt af því sem alltaf hefur talist til mikilla kosta Land Cruiser er hversu góður bíllinn er í endursölu og hann heldur virði sínu ótrúlega vel og selst á háu verði þó svo um eldri gerðir hans sé að ræða. Bíllinn er jú ódrepandi og því eru svo margir ennþá á götunum og safna ennþá stórum tölum á akstursmælinn. Land Cruiser er því alltaf góð kaup, en sannarlega ekki bíll sem höfðar til þeirra sem kjósa akstursgetu umfram annað. Verð Land Cruiser í sinni ódýrustu útgáfu er 9.920.000 og þar slær hann við flestum öðrum jeppum en Land Rover Discovery kostar um 1.400.000 krónum meira og Audi Q7 ríflega 3 milljónum meira. Verðlækkun á nýjum BMW X5 gerir það að verkum að hann stendur Land Cruiser næst í verð og er nú um hálfri milljón dýrari.Kostir: Torfærugeta, stærð, búnaðurÓkostir: Lítið afl, aksturseiginleikar, lágstemmd innrétting3,0 l. dísilvél, 190 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 8,2 l./100 km í bl. akstriMengun: 217 g/km CO2Hröðun: 11,7 sek.Hámarkshraði: 175 km/klstVerð frá: 9.920.000 kr.Umboð: Toyota á ÍslandiGríðarstórt farangursrými.Innréttingin hefur tekið framförum.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent