Eigandi NASCAR liðs með lið í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 10:45 NASCAR keppni í Bandaríkjunum. Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður