Bílvél með 57% orkunýtni Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 09:35 Hin ofurnýtna vél. Við tækniháskólann í Lundi í Svíþjóð er verið að taka í notkun nýja mjög fullkomna rannsóknastöð til að vinna að þróun ofursparneytinna og orkunýtinna bílvéla. Í nýju stöðinni verður áfram unnið að nýrri vél sem nú þegar er sú orkunýtnasta sem um getur hingað til,en 57% orkunnar í eldsneytinu sem hún brennir nýtast og verða að afli. Nýtni brunahreyfla í bílum hefur batnað mjög síðustu ár og áratugi og eru vélarnar nýtnari á eldsneytið en nokkru sinni fyrr. Algengt er að nýtingarstuðull bensínvéla sé rúmlega 30 prósent og dísilvélanna um 45 prósent. Til samanburðar er nýtni rafmótora verulega hærri eða um og yfir 90 prósent. Þessi mikla nýtni vélanna hefur oft þau hliðaráhrif að lægra hlutfall orkunnar í eldsneytinu fer í það að búa til afgangsvarma til að hita fólksrými bílsins upp þegar veður eru köld. Þess vegna eru oft kalt í nýjustu bílunum í frosthörkum. Sú ofurnýtna vél sem tæknifólkið í Lundi er að þróa er upphaflega dísilvél sem breytt hefur verið þannig að hún geti gengið á bensíni. Vél þessi sameinar og nýtir helstu kosti bensín- og dísilvéla og hefur þegar náð hæsta orkunýtingarhlutfalli sem um getur. Óvíst er hvenær þessi ofurnýtna vél birtist í nýjum bílum. Tilraunum og þróunarvinnu á rannsóknastofu er ekki lokið en þegar það gerist verða væntanlega smíðaðar nokkrar fumgerðir sem reynsluekið verður við margvíslegar aðstæður í daglegri notkun. Það gætu því verið enn 3-6 ár í það að vélar af þessari gerð verði valkostur í nýjum bílum. Frá þessari ofurnýtnu vél er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Við tækniháskólann í Lundi í Svíþjóð er verið að taka í notkun nýja mjög fullkomna rannsóknastöð til að vinna að þróun ofursparneytinna og orkunýtinna bílvéla. Í nýju stöðinni verður áfram unnið að nýrri vél sem nú þegar er sú orkunýtnasta sem um getur hingað til,en 57% orkunnar í eldsneytinu sem hún brennir nýtast og verða að afli. Nýtni brunahreyfla í bílum hefur batnað mjög síðustu ár og áratugi og eru vélarnar nýtnari á eldsneytið en nokkru sinni fyrr. Algengt er að nýtingarstuðull bensínvéla sé rúmlega 30 prósent og dísilvélanna um 45 prósent. Til samanburðar er nýtni rafmótora verulega hærri eða um og yfir 90 prósent. Þessi mikla nýtni vélanna hefur oft þau hliðaráhrif að lægra hlutfall orkunnar í eldsneytinu fer í það að búa til afgangsvarma til að hita fólksrými bílsins upp þegar veður eru köld. Þess vegna eru oft kalt í nýjustu bílunum í frosthörkum. Sú ofurnýtna vél sem tæknifólkið í Lundi er að þróa er upphaflega dísilvél sem breytt hefur verið þannig að hún geti gengið á bensíni. Vél þessi sameinar og nýtir helstu kosti bensín- og dísilvéla og hefur þegar náð hæsta orkunýtingarhlutfalli sem um getur. Óvíst er hvenær þessi ofurnýtna vél birtist í nýjum bílum. Tilraunum og þróunarvinnu á rannsóknastofu er ekki lokið en þegar það gerist verða væntanlega smíðaðar nokkrar fumgerðir sem reynsluekið verður við margvíslegar aðstæður í daglegri notkun. Það gætu því verið enn 3-6 ár í það að vélar af þessari gerð verði valkostur í nýjum bílum. Frá þessari ofurnýtnu vél er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent