Kínverjar vilja Fisker Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 10:35 Fisker Karma Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent