Hjólaði í eigið brúðkaup í austanstormi Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 23:00 Rigning, hálka og austanstormur settu strik í reikninginn en Björn lét það ekki á sig fá. Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar. Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar.
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira