Hjólaði í eigið brúðkaup í austanstormi Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 23:00 Rigning, hálka og austanstormur settu strik í reikninginn en Björn lét það ekki á sig fá. Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira