Buick aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 08:45 Buick Encore. Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent
Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent