Skoda Octavia mest seldi bíllinn árið 2013 Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 13:19 Skoda Octavia. myndir/Hekla Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður