Fiat eignast Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 10:41 Bílamerkin Fiat og Chrysler hafa nú runnið saman. Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent
Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent