Metsala Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 11:15 Mercedes Benz GL350. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í sögunni selt jafnmarga fólksbíla á einu ári eins og á árinu 2013. Alls seldust yfir 1,4 milljónir fólksbíla og samtals yfir 1.490.000 bílar þegar atvinnubílar eru taldir með. Þetta er þriðja árið í röð sem sölumet fellur hjá Mercedes-Benz. Einkum má rekja þetta til nýrra bíla sem hafa komið á markaðinn á árinu, þar á meðal er ný E-lína og nýr CLA coupe. CLA hefur komið sterkur inn á markaði og seldust yfir 12.000 bílar af þessari gerð á einungis fjórum mánuðum í Bandaríkjunum. Ný Mercedes-Benz S-lína naut einnig mikilla vinsælda. Hann kom á markað síðastliðið sumar og á einungis fáeinum vikum varð hann mest seldi lúxusbíllinn í sínum stærðarflokki í heiminum. Bíllinn er framleiddur í Sindelfingen í Þýskalandi. Alls eru framleiddir um 460 bílar á dag sem er mesta framleiðsla á S-línunni frá upphafi. Til að mæta eftirspurnaraukningu hefur Mercedes-Benz lagt út í miklar fjárfestingar. Verksmiðjan í Sindelfingen var stækkuð og var kostnaður við þá stækkun um einn milljarður evra. Auk þess verður fjárfest fyrir yfir einn milljarð evra í verksmiðju fyrirtækisins í Bremen en hún mun gegna lykilhlutverki í framleiðslu á nýjum Mercedes-Benz C-Class. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz á Íslandi á árinu 2013 er 2,1%. ,,Þetta er hæsta hlutdeild Mercedes-Benz frá upphafi og um 15% söluaukning frá fyrra ári. Mercedes-Benz hefur ekki fyrr náð yfir 2,0% markaðshlutdeild á Íslandi,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. ,,Ástæða fyrir góðu gengi Mercedes-Benz á árinu er meðal annars ný módel í bæði fólksbílum og jeppum. Kaupendur sækja í auknum mæli í sparneytna bíla sem búa yfir miklu öryggi og góðri endursölu og er Mercedes-Benz mjög framarlega í þessum þáttum. Á árinu 2014 komu fram ný og mjög spennandi módel frá þýska framleiðandanum sem munu styðja enn frekar við söluaukningu Mercedes-Benz á Íslandi, þar á meðal nýr GLA, sem er fjórhjóladrifinn jepplingur og eykur enn á breiddina hjá Mercedes-Benz,“ segir Jón Trausti ennfremur. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
Mercedes-Benz hefur aldrei áður í sögunni selt jafnmarga fólksbíla á einu ári eins og á árinu 2013. Alls seldust yfir 1,4 milljónir fólksbíla og samtals yfir 1.490.000 bílar þegar atvinnubílar eru taldir með. Þetta er þriðja árið í röð sem sölumet fellur hjá Mercedes-Benz. Einkum má rekja þetta til nýrra bíla sem hafa komið á markaðinn á árinu, þar á meðal er ný E-lína og nýr CLA coupe. CLA hefur komið sterkur inn á markaði og seldust yfir 12.000 bílar af þessari gerð á einungis fjórum mánuðum í Bandaríkjunum. Ný Mercedes-Benz S-lína naut einnig mikilla vinsælda. Hann kom á markað síðastliðið sumar og á einungis fáeinum vikum varð hann mest seldi lúxusbíllinn í sínum stærðarflokki í heiminum. Bíllinn er framleiddur í Sindelfingen í Þýskalandi. Alls eru framleiddir um 460 bílar á dag sem er mesta framleiðsla á S-línunni frá upphafi. Til að mæta eftirspurnaraukningu hefur Mercedes-Benz lagt út í miklar fjárfestingar. Verksmiðjan í Sindelfingen var stækkuð og var kostnaður við þá stækkun um einn milljarður evra. Auk þess verður fjárfest fyrir yfir einn milljarð evra í verksmiðju fyrirtækisins í Bremen en hún mun gegna lykilhlutverki í framleiðslu á nýjum Mercedes-Benz C-Class. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz á Íslandi á árinu 2013 er 2,1%. ,,Þetta er hæsta hlutdeild Mercedes-Benz frá upphafi og um 15% söluaukning frá fyrra ári. Mercedes-Benz hefur ekki fyrr náð yfir 2,0% markaðshlutdeild á Íslandi,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. ,,Ástæða fyrir góðu gengi Mercedes-Benz á árinu er meðal annars ný módel í bæði fólksbílum og jeppum. Kaupendur sækja í auknum mæli í sparneytna bíla sem búa yfir miklu öryggi og góðri endursölu og er Mercedes-Benz mjög framarlega í þessum þáttum. Á árinu 2014 komu fram ný og mjög spennandi módel frá þýska framleiðandanum sem munu styðja enn frekar við söluaukningu Mercedes-Benz á Íslandi, þar á meðal nýr GLA, sem er fjórhjóladrifinn jepplingur og eykur enn á breiddina hjá Mercedes-Benz,“ segir Jón Trausti ennfremur.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent