Kaupir GM Tesla? Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 12:30 Tesla verksmiðjurnar í Kaliforníu. Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent