Audi með laserljós Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 13:30 Audi Sport Quattro með laserljósum. Audi ruddi brautina í notkun LED-ljósa í bíla og var fyrst bílaframleiðenda til að nota slík ljós bæði fyrir fram- og afturljós í sína bíla. Audi lætur ekki staðar numið þar því nú hefur fyrirtækið sýnt sinn nýjasta bíl, Audi Sport Quattro, með laserljósum. BMW hefur greint frá notkun laserljósa í bíla sína og að fyrirtækið hyggist sniðganga LED-ljós og einbeita sér að notkun laserljósa í staðinn. Svo virðist þó að Audi hafi skotið BMW ref fyrir rass í þessum efnum og orðið á undan að kynna fyrsta bílinn með laserljós. Audi Sport Quattro bíllinn er með 4 laserljós sem draga 500 metra, en það er helmingi lengra en LED-ljósin gera. Þessi nýju ljós eru þrisvar sinnum bjartari en LED-ljós, en eru samt ógnarsmá í sniðum. Ekki er búist við því að laserljós verði almennt komin í bíla Audi fyrr en eftir nokkur ár. Það er viðeigandi að þessi nýju hátækniljós komi í þessum öfluga 700 hestafla bíl. Hann er tvinnbíll og kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu einu saman, er 3,7 sekúndur í hundraðið og með 306 km hámarkshraða. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður
Audi ruddi brautina í notkun LED-ljósa í bíla og var fyrst bílaframleiðenda til að nota slík ljós bæði fyrir fram- og afturljós í sína bíla. Audi lætur ekki staðar numið þar því nú hefur fyrirtækið sýnt sinn nýjasta bíl, Audi Sport Quattro, með laserljósum. BMW hefur greint frá notkun laserljósa í bíla sína og að fyrirtækið hyggist sniðganga LED-ljós og einbeita sér að notkun laserljósa í staðinn. Svo virðist þó að Audi hafi skotið BMW ref fyrir rass í þessum efnum og orðið á undan að kynna fyrsta bílinn með laserljós. Audi Sport Quattro bíllinn er með 4 laserljós sem draga 500 metra, en það er helmingi lengra en LED-ljósin gera. Þessi nýju ljós eru þrisvar sinnum bjartari en LED-ljós, en eru samt ógnarsmá í sniðum. Ekki er búist við því að laserljós verði almennt komin í bíla Audi fyrr en eftir nokkur ár. Það er viðeigandi að þessi nýju hátækniljós komi í þessum öfluga 700 hestafla bíl. Hann er tvinnbíll og kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu einu saman, er 3,7 sekúndur í hundraðið og með 306 km hámarkshraða.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður