Kínverskur viðskiptajöfur vill eignast New York Times Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 13:48 Chen Guangbiao vill eignast New York Times. nordicphotos/getty Kínverski viðskiptajöfurinn Chen Guangbiao vill eignast bandaríska dagblaðið New York Times. Guangbiao vill meina að Sulzberger fjölskyldan, aðaleigendur blaðsins, eigi að lokum eftir að gefa sig fyrir rétt verð. Þetta gaf Guangbiao út í fjölmiðlum á gamlársdag en hann mun eiga fund með ráðandi hluthöfum þann 5. janúar. Arthur Sulzberger, stjórnarformaður New York Times, hefur ávallt haldið því fram að blaðið sé alls ekki til sölu. „Það er hægt að fjárfesta í öllu, bara fyrir rétt verð,“ sagði Chen Guangbiao í samtali við Reuters. Guangbiao er metinn á 740 milljónir Bandaríkjadali eða 85 milljarða íslenskra króna en hann mun vera kominn í samstarf við ónafngreindan fjárfestir frá Hong Kong og ætla þeir að bjóða einn milljarð Bandaríkjadala í félagið. Það samsvarar 115 milljörðum íslenskra króna. Guangbiao er þekktur í heimalandinu fyrir að stíga á stokk í fjölmiðlum með allskyns hugmyndir en margir vilja meina að hann geri það aðeins til að vekja athygli á sjálfum sér. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverski viðskiptajöfurinn Chen Guangbiao vill eignast bandaríska dagblaðið New York Times. Guangbiao vill meina að Sulzberger fjölskyldan, aðaleigendur blaðsins, eigi að lokum eftir að gefa sig fyrir rétt verð. Þetta gaf Guangbiao út í fjölmiðlum á gamlársdag en hann mun eiga fund með ráðandi hluthöfum þann 5. janúar. Arthur Sulzberger, stjórnarformaður New York Times, hefur ávallt haldið því fram að blaðið sé alls ekki til sölu. „Það er hægt að fjárfesta í öllu, bara fyrir rétt verð,“ sagði Chen Guangbiao í samtali við Reuters. Guangbiao er metinn á 740 milljónir Bandaríkjadali eða 85 milljarða íslenskra króna en hann mun vera kominn í samstarf við ónafngreindan fjárfestir frá Hong Kong og ætla þeir að bjóða einn milljarð Bandaríkjadala í félagið. Það samsvarar 115 milljörðum íslenskra króna. Guangbiao er þekktur í heimalandinu fyrir að stíga á stokk í fjölmiðlum með allskyns hugmyndir en margir vilja meina að hann geri það aðeins til að vekja athygli á sjálfum sér.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira