10 söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 10:05 Ford F-150 Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent
Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent