Benz sló við BMW í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 14:45 Mercedes Benz CLA jepplingurinn mun vafalaust auka enn við sölu Benz bíla. Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður