Mark Zuckerberg ekur VW Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 15:45 Mark hefur einfaldan og ódýran smekk, en góðan. Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, á svo mikið á peningum að hann gæti átt eins mörg hundruð eintök af dýrasta bíl í heimi og honum dettur í hug. Mark hefur hinsvegar verið þekktur fyrir einfaldan lífsstíl og sparsemi þegar kemur að eigin eyðslu og líkist Ingvar Kamprad forstjóra IKEA að því leyti. Eitt lýsandi dæmi lífsstíls Facabook kóngsins er að hann ekur um á Volkswagen Golf GTI sem kostar 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,5 milljónir króna. Bíllinn er að auki beinskiptur, sem er svo sem viðeigandi þar sem hann er gæddur sportbílaeiginleikum. Það er því ekki svo að Mark komist ekki áfram í umferðinni, en vart gat hann eytt minni pening til þess. Hann hélt reyndar eftir síðasta bíl sínum, sem ekki var af dýrari gerðinni heldur, Acura TSX, sem er undirmerki Honda. Þeim bíl ekur hann reyndar stöku sinnum einnig. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent
Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, á svo mikið á peningum að hann gæti átt eins mörg hundruð eintök af dýrasta bíl í heimi og honum dettur í hug. Mark hefur hinsvegar verið þekktur fyrir einfaldan lífsstíl og sparsemi þegar kemur að eigin eyðslu og líkist Ingvar Kamprad forstjóra IKEA að því leyti. Eitt lýsandi dæmi lífsstíls Facabook kóngsins er að hann ekur um á Volkswagen Golf GTI sem kostar 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,5 milljónir króna. Bíllinn er að auki beinskiptur, sem er svo sem viðeigandi þar sem hann er gæddur sportbílaeiginleikum. Það er því ekki svo að Mark komist ekki áfram í umferðinni, en vart gat hann eytt minni pening til þess. Hann hélt reyndar eftir síðasta bíl sínum, sem ekki var af dýrari gerðinni heldur, Acura TSX, sem er undirmerki Honda. Þeim bíl ekur hann reyndar stöku sinnum einnig.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent