Volvo XC Coupe opinberaður Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 13:15 Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent
Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent