Vinsælustu eftirréttirnir 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2013 08:00 Dröfn er fjögurra barna móðir og hefur gaman af því að spá í uppskriftir. Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur heldur úti blogginu Eldhússögur, eldhussogur.com. Hún hefur tekið saman lista yfir vinsælustu eftirrétti ársins 2013. Á toppinum trónir Snickers-kakan sem hefur vakið mikla lukku meðal landsmanna. Í öðru sæti er karamellumarengsterta og í því þriðja klassísk, frönsk súkkulaðikaka. Í fjórða sæti er svo súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi. Fréttablaðið birtir hér fjóra vinsælustu réttina og vonar Dröfn að uppskriftirnar geti veitt landsmönnum innblástur fyrir eftirréttina á gamlárskvöld.Snickerskakan fór eins og eldur um sinu um internetið á árinu.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir1. Snickers-kaka4 egg4,5 dl sykur2 tsk. vanillusykur8 msk. kakó3 dl hveiti200 g smjör, brætt100 g Pipp-súkkulaði með karamellu (má sleppa)Krem2 dl salthnetur200 g rjómasúkkulaði Ofninn hitaður í 175°C, undir- og yfirhita, og ca. 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykur, kakó, brætt smjör og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp-molunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175°C (undir- og yfirhita) í 30 til 40 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni. (Í mínum ofni dugði 30 mínútna bökunartími en hjá sumum hefur kakan verið of blaut eftir 30 mínútur – það þarf að finna út rétta tímann fyrir hvern ofn og fylgjast vel með kökunni. Athugið að hitinn er gefinn upp fyrir undir- og yfirhita, sami hiti á blæstri er í raun hærri hiti.) Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.Marengskakan svíkur engan.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir2. Karamellu- marengstertaMarengs2-3 bollar Rice Krispies (eða Corn Flakes)2 dl sykur1 dl púðursykur4 eggjahvítur Ofn hitaður í 120°C við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130°C við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hvor helmingur settur á sinn hring. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50-60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.Rjómafylling5 dl rjómi200 g Nóa-kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!) Rjóminn er þeyttur og Nóa-kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.Rolokremca. 2½ rúlla af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)50 g suðusúkkulaðiörlítill rjómi til að þynna kremið Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálitlu af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.Frönsk súkkulaðikaka á upp á pallborðið hjá mörgum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir3. Frönsk súkkulaðitertaBotn2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti4 stk. egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.Súkkulaðikrem150 g suðusúkkulaði70 g smjör2-3 msk. síróp Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðarberjum, hindberjum eða bláberjum.Súkkulaðikakan með Pipp-karamellukreminu er góð með jarðarberjum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir4. Súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi250 g suðusúkkulaði180 g smjör2 tsk. Neskaffi, kaffiduft mulið, t.d. í mortéli (má sleppa)2 dl sykur4 egg2 tsk. vanillusykur½ tsk. lyftiduft½ dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)Krem25 g smjör½ dl rjómi200 g Pipp með karamellukremi (selt í 100 g plötum) eða með piparmyntu Ofninn hitaður í 175°C. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í mortéli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til blandan er slétt. Deiginu er hellt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45-50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.Krem Hráefnið í kremið sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til Pipp-súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni. Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðarberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur heldur úti blogginu Eldhússögur, eldhussogur.com. Hún hefur tekið saman lista yfir vinsælustu eftirrétti ársins 2013. Á toppinum trónir Snickers-kakan sem hefur vakið mikla lukku meðal landsmanna. Í öðru sæti er karamellumarengsterta og í því þriðja klassísk, frönsk súkkulaðikaka. Í fjórða sæti er svo súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi. Fréttablaðið birtir hér fjóra vinsælustu réttina og vonar Dröfn að uppskriftirnar geti veitt landsmönnum innblástur fyrir eftirréttina á gamlárskvöld.Snickerskakan fór eins og eldur um sinu um internetið á árinu.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir1. Snickers-kaka4 egg4,5 dl sykur2 tsk. vanillusykur8 msk. kakó3 dl hveiti200 g smjör, brætt100 g Pipp-súkkulaði með karamellu (má sleppa)Krem2 dl salthnetur200 g rjómasúkkulaði Ofninn hitaður í 175°C, undir- og yfirhita, og ca. 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykur, kakó, brætt smjör og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp-molunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175°C (undir- og yfirhita) í 30 til 40 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni. (Í mínum ofni dugði 30 mínútna bökunartími en hjá sumum hefur kakan verið of blaut eftir 30 mínútur – það þarf að finna út rétta tímann fyrir hvern ofn og fylgjast vel með kökunni. Athugið að hitinn er gefinn upp fyrir undir- og yfirhita, sami hiti á blæstri er í raun hærri hiti.) Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.Marengskakan svíkur engan.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir2. Karamellu- marengstertaMarengs2-3 bollar Rice Krispies (eða Corn Flakes)2 dl sykur1 dl púðursykur4 eggjahvítur Ofn hitaður í 120°C við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130°C við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hvor helmingur settur á sinn hring. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50-60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.Rjómafylling5 dl rjómi200 g Nóa-kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!) Rjóminn er þeyttur og Nóa-kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.Rolokremca. 2½ rúlla af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)50 g suðusúkkulaðiörlítill rjómi til að þynna kremið Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálitlu af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.Frönsk súkkulaðikaka á upp á pallborðið hjá mörgum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir3. Frönsk súkkulaðitertaBotn2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti4 stk. egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.Súkkulaðikrem150 g suðusúkkulaði70 g smjör2-3 msk. síróp Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðarberjum, hindberjum eða bláberjum.Súkkulaðikakan með Pipp-karamellukreminu er góð með jarðarberjum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir4. Súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi250 g suðusúkkulaði180 g smjör2 tsk. Neskaffi, kaffiduft mulið, t.d. í mortéli (má sleppa)2 dl sykur4 egg2 tsk. vanillusykur½ tsk. lyftiduft½ dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)Krem25 g smjör½ dl rjómi200 g Pipp með karamellukremi (selt í 100 g plötum) eða með piparmyntu Ofninn hitaður í 175°C. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í mortéli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til blandan er slétt. Deiginu er hellt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45-50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.Krem Hráefnið í kremið sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til Pipp-súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni. Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðarberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira