Sorrí, Jón Gnarr Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Ég varð fyrst ástfangin þegar ég var fimm ára. Hélt ég hefði fundið draumaprinsinn. Hann var íðilfagur á velli, söng eins og engill og brosið hans bræddi mann og annan. Eini gallinn var að hann var ívið of gamall fyrir mig. Þetta var sjálfur Helgi Pé í Ríó tríó. Guð, hvað ég tilbað manninn. Draumaprinsinn bankaði aftur á dyrnarþegar ég var ellefu ára. Þá sá ég Pál Óskar syngja í Perlunni og varð agndofa. Hvernig gat einn maður verið svona guðdómlegur? Sú ást dó hraðar en hún kviknaði þegar ég heyrði að ég ætti engan séns. Stuttu seinna varð ég yfir mig ástfangin af strák með mér í bekk. Sá leit út eins og Robbie Williams í Take That. Hann bjó yfir eiginleika sem hafði ekki prýtt draumaprinsinn minn hingað til – hann var nefnilega sjúklega fyndinn. Í framhaldsskóla kom draumaprinsinn til mín í enn annarri mynd. Hann var rauðhærður, ekki sá myndarlegasti í bransanum en svo fyndinn að ég pissaði næstum því í mig í hvert sinn sem hann opnaði munninn. Hann er háttvirtur borgarstjóri í dag en í mínum huga var hann hinn eini sanni draumaprins. Á fullorðinsárunum reyndi ég að búa mér til nýjan draumaprins. Hann ætti að vera hávaxinn, dökkhærður og fáránlega myndarlegur. Hann ætti að vera af erlendu bergi brotinn – helst frá framandi landi. Ekki skemmdi fyrir ef hann gengi í jakkafötum og væri talsvert eldri en ég. Þessa tilbúnu draumaprinsa fann ég vissulega. En þessi eldheita ást kviknaði aldrei. Rauðhærða hárið og húmorinn togaði alltaf í mig. Nú er árið næstum liðið. Einn af hápunktunum var þegar draumaprinsinn kom inn í líf mitt algjörlega óvænt og henti Jóni Gnarr af toppnum. Rauðhærður, pissfyndinn og óstjórnlega fagur. Sorrí, Jón Gnarr – það hlaut að koma að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég varð fyrst ástfangin þegar ég var fimm ára. Hélt ég hefði fundið draumaprinsinn. Hann var íðilfagur á velli, söng eins og engill og brosið hans bræddi mann og annan. Eini gallinn var að hann var ívið of gamall fyrir mig. Þetta var sjálfur Helgi Pé í Ríó tríó. Guð, hvað ég tilbað manninn. Draumaprinsinn bankaði aftur á dyrnarþegar ég var ellefu ára. Þá sá ég Pál Óskar syngja í Perlunni og varð agndofa. Hvernig gat einn maður verið svona guðdómlegur? Sú ást dó hraðar en hún kviknaði þegar ég heyrði að ég ætti engan séns. Stuttu seinna varð ég yfir mig ástfangin af strák með mér í bekk. Sá leit út eins og Robbie Williams í Take That. Hann bjó yfir eiginleika sem hafði ekki prýtt draumaprinsinn minn hingað til – hann var nefnilega sjúklega fyndinn. Í framhaldsskóla kom draumaprinsinn til mín í enn annarri mynd. Hann var rauðhærður, ekki sá myndarlegasti í bransanum en svo fyndinn að ég pissaði næstum því í mig í hvert sinn sem hann opnaði munninn. Hann er háttvirtur borgarstjóri í dag en í mínum huga var hann hinn eini sanni draumaprins. Á fullorðinsárunum reyndi ég að búa mér til nýjan draumaprins. Hann ætti að vera hávaxinn, dökkhærður og fáránlega myndarlegur. Hann ætti að vera af erlendu bergi brotinn – helst frá framandi landi. Ekki skemmdi fyrir ef hann gengi í jakkafötum og væri talsvert eldri en ég. Þessa tilbúnu draumaprinsa fann ég vissulega. En þessi eldheita ást kviknaði aldrei. Rauðhærða hárið og húmorinn togaði alltaf í mig. Nú er árið næstum liðið. Einn af hápunktunum var þegar draumaprinsinn kom inn í líf mitt algjörlega óvænt og henti Jóni Gnarr af toppnum. Rauðhærður, pissfyndinn og óstjórnlega fagur. Sorrí, Jón Gnarr – það hlaut að koma að þessu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun