Að vita of mikið Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 17. desember 2013 12:00 Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson Bækur: Hlustað Jón Óttar Ólafsson Bjartur Ef höfundar rannsaka vel það sem þeir eru að skrifa um; sögusvið og bara hvað eina sem verður á vegi söguhetjunnar en ekki kylfa látin ráða kasti skilar það sé yfirleitt í trúverðugri og betri sögu. En þetta getur reynst vandrataður vegur, menn mega ekki vera of nískir á þá þekkingu sem þeir hafa viðað að sér – þeir verða að láta lögmál skáldskaparins ráða för. Nú bregður svo við að höfundur veit of mikið. Jón Óttar mun hafa starfað í lögreglunni sem og hjá sérstökum saksóknara; maðurinn er doktor í afbrotafræðum. Öllum hnútum kunnugur. Er hægt að óska eftir betri bakgrunni fyrir eins og einn krimmahöfund? Og þannig er stóri plúsinn sá að höfundur nær að skapa sérdeilis trúverðuga og ágætlega fléttaða glæpasögu; talsmátinn og sögusviðið er þannig að lesandinn er á staðnum. Nokkuð sem eftirsóknarvert má teljast. Gallinn er sá að Jón Óttar er ekki nægjanlega vel að sér um lögmál skáldskaparins til að átta sig á því að ekki þarf að koma þetta mikilli vitneskju að. Þarna hefði góður ritstjóri mátt grípa í taumana með skærin góðu. Því sagan er langdregin. Jón Óttar er ekki sérlega flinkur stílisti. Ekki slæmur; stíllinn er kaldur sem hæfir í sjálfu sér efninu ágætlega en gallinn er sá að hann einn og sér nær ekki að halda lesandanum við efnið þá er höfundur teymir hann í langa göngu um verkferla innan lögreglunnar. Og höfundur missir af ágætum færum sem hann hefur lagt upp þegar aðalpersónan Davíð er löngum stundum við hleranir. Þegar við bætist að persónusköpunin er ekkert sérlega snjöll, sannast sagna er hann Davíð hálfgerður leiðindagaur og óáhugaverður sem slíkur, þá verður niðurstaðan þessi. Þetta er fyrsta bók höfundar og metnaðarfullt fyrsta verk. Sem slíks horfir maður jákvæðari augum til þess en annars og námundar upp í þriðju stjörnuna: Vel fléttaður krimmi, ekkert sérlega frumlegur en það var augljóslega ekki lagt upp með slíkt. Og ef hugað er að þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd kredit-megin í bókhaldinu má búast við góðri næstu bók.Niðurstaða: Fremur langdregin bók en ágætlega fléttaður krimmi sem lofar góðu um framhaldið. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Hlustað Jón Óttar Ólafsson Bjartur Ef höfundar rannsaka vel það sem þeir eru að skrifa um; sögusvið og bara hvað eina sem verður á vegi söguhetjunnar en ekki kylfa látin ráða kasti skilar það sé yfirleitt í trúverðugri og betri sögu. En þetta getur reynst vandrataður vegur, menn mega ekki vera of nískir á þá þekkingu sem þeir hafa viðað að sér – þeir verða að láta lögmál skáldskaparins ráða för. Nú bregður svo við að höfundur veit of mikið. Jón Óttar mun hafa starfað í lögreglunni sem og hjá sérstökum saksóknara; maðurinn er doktor í afbrotafræðum. Öllum hnútum kunnugur. Er hægt að óska eftir betri bakgrunni fyrir eins og einn krimmahöfund? Og þannig er stóri plúsinn sá að höfundur nær að skapa sérdeilis trúverðuga og ágætlega fléttaða glæpasögu; talsmátinn og sögusviðið er þannig að lesandinn er á staðnum. Nokkuð sem eftirsóknarvert má teljast. Gallinn er sá að Jón Óttar er ekki nægjanlega vel að sér um lögmál skáldskaparins til að átta sig á því að ekki þarf að koma þetta mikilli vitneskju að. Þarna hefði góður ritstjóri mátt grípa í taumana með skærin góðu. Því sagan er langdregin. Jón Óttar er ekki sérlega flinkur stílisti. Ekki slæmur; stíllinn er kaldur sem hæfir í sjálfu sér efninu ágætlega en gallinn er sá að hann einn og sér nær ekki að halda lesandanum við efnið þá er höfundur teymir hann í langa göngu um verkferla innan lögreglunnar. Og höfundur missir af ágætum færum sem hann hefur lagt upp þegar aðalpersónan Davíð er löngum stundum við hleranir. Þegar við bætist að persónusköpunin er ekkert sérlega snjöll, sannast sagna er hann Davíð hálfgerður leiðindagaur og óáhugaverður sem slíkur, þá verður niðurstaðan þessi. Þetta er fyrsta bók höfundar og metnaðarfullt fyrsta verk. Sem slíks horfir maður jákvæðari augum til þess en annars og námundar upp í þriðju stjörnuna: Vel fléttaður krimmi, ekkert sérlega frumlegur en það var augljóslega ekki lagt upp með slíkt. Og ef hugað er að þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd kredit-megin í bókhaldinu má búast við góðri næstu bók.Niðurstaða: Fremur langdregin bók en ágætlega fléttaður krimmi sem lofar góðu um framhaldið.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira