Frægir hrifnir af WeWood úrunum Kjartan Atli skrifar 15. desember 2013 13:00 Svava Halldórsdóttir eigandi netverslunarinnar. Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira