Þú og ég og jól Sara McMahon skrifar 10. desember 2013 06:00 Bernskuminningar manns eiga ekki endilega neitt skylt við raunverulega atburði, minnið gæti hafa skolast til í áranna rás og stundum byggist minningin á upplifun einni saman. Þannig gæti vel verið að minningar mínar um jólasveinana séu alls ekki sannar, en ég ætla samt að gerast svo kræf að gera þær að umfjöllunarefni þessa pistils. Svona í tilefni jólanna. Ég man eftir einu skipti þar sem ég vaknaði og fann kartöflu í skónum mínum. Með jarðeplinu fylgdi illa rituð orðsending frá jólasveininum þar sem mér var tjáð að börn sem svara þreytandi, yngra systkini með hnefahöggi fái ekki gott í skóinn. Mér fannst óréttlæti heimsins mikið en reyndi eftir fremsta megni að haga mér gagnvart systkinum mínum eftir það, í það minnsta fram á aðfangadag. Þau voru líka mörg kvöldin sem ég braut heilann um hvernig rauðklæddu sveinarnir fóru að því að klifra upp á fimmtu hæð til að lauma gotti, happaþrennu eða fimmtíu krónu peningi í skóinn minn. Þeir sveinar sem ég hafði hitt á jólaböllum virtust fæstir stíga í vitið og bar limaburður þeirra ekki vott um mikla lipurð. Svo var það skiptið sem allra besta vinkona mín fékk fallega rautt vasadiskó í skóinn frá Kertasníki – ég man ekki hvað hann hafði gefið mér, en ég man að það var ekki rautt vasadiskó. Hér þótti mér Kertasníkir hafa gert mannamun með gjöfum sínum og krafðist svara. Foreldrar mínir útskýrðu fyrir mér að jólasveinninn hefði með þessu verið að reyna að gleðja vinkonu mína því hún átti ekki systkini eins og ég. Ég man ekki hvort ég tók þessa útskýringu góða og gilda, en líklega hef ég látið hana duga. Þessi minning rifjaðist upp fyrir mér um helgina í kjölfar samræðna um jólasveina og jólahefðir. Í gær sá Neytendastofa svo tilefni til að minna Grýlusyni á að gera ekki mannamun á börnum – þótt þeir bræður stígi ekki í vitið hljóta þeir að geta tekið heilræðum sem þessum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Bernskuminningar manns eiga ekki endilega neitt skylt við raunverulega atburði, minnið gæti hafa skolast til í áranna rás og stundum byggist minningin á upplifun einni saman. Þannig gæti vel verið að minningar mínar um jólasveinana séu alls ekki sannar, en ég ætla samt að gerast svo kræf að gera þær að umfjöllunarefni þessa pistils. Svona í tilefni jólanna. Ég man eftir einu skipti þar sem ég vaknaði og fann kartöflu í skónum mínum. Með jarðeplinu fylgdi illa rituð orðsending frá jólasveininum þar sem mér var tjáð að börn sem svara þreytandi, yngra systkini með hnefahöggi fái ekki gott í skóinn. Mér fannst óréttlæti heimsins mikið en reyndi eftir fremsta megni að haga mér gagnvart systkinum mínum eftir það, í það minnsta fram á aðfangadag. Þau voru líka mörg kvöldin sem ég braut heilann um hvernig rauðklæddu sveinarnir fóru að því að klifra upp á fimmtu hæð til að lauma gotti, happaþrennu eða fimmtíu krónu peningi í skóinn minn. Þeir sveinar sem ég hafði hitt á jólaböllum virtust fæstir stíga í vitið og bar limaburður þeirra ekki vott um mikla lipurð. Svo var það skiptið sem allra besta vinkona mín fékk fallega rautt vasadiskó í skóinn frá Kertasníki – ég man ekki hvað hann hafði gefið mér, en ég man að það var ekki rautt vasadiskó. Hér þótti mér Kertasníkir hafa gert mannamun með gjöfum sínum og krafðist svara. Foreldrar mínir útskýrðu fyrir mér að jólasveinninn hefði með þessu verið að reyna að gleðja vinkonu mína því hún átti ekki systkini eins og ég. Ég man ekki hvort ég tók þessa útskýringu góða og gilda, en líklega hef ég látið hana duga. Þessi minning rifjaðist upp fyrir mér um helgina í kjölfar samræðna um jólasveina og jólahefðir. Í gær sá Neytendastofa svo tilefni til að minna Grýlusyni á að gera ekki mannamun á börnum – þótt þeir bræður stígi ekki í vitið hljóta þeir að geta tekið heilræðum sem þessum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun