Veggsystur í Pop-Up verzlun í Hörpunni um helgina Marín Manda skrifar 6. desember 2013 11:15 Lilja Björk Runólfsdóttir, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Kristín Harðardóttir. Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira