Rússar spenntir fyrir íslenskum ilmvötnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. desember 2013 09:00 Andrea sést hér tala við pressuna í Rússlandi. MYND/Úr einkasafni „Við erum nýkomin frá Moskvu þar sem við vorum að heimsækja samstarfsmenn okkar og tala við pressuna,“ segir Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnður, en vörur Andreu hafa slegið rækilega í gegn þar í landi. „Við héldum móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars versluninni Tsum í Moskvu, en það er einn voldugasti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruverslun í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snærum, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. Auk þess er að finna í versluninni, veitingastaði, vindlastofu og Veuve Clicquot-kampavínsbar, svo eitthvað sé nefnt. „Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtökur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja,“ segir Andrea jafnframt. Andrea var einnig með kynningar í verslununum Gum og Vesna. „Þetta eru allt æðislegar verslanir og heiður fyrir mig að komast að þarna. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa Moskvu – það er rosa kraftur í öllum og öllu. Rússar eru svo miklir fagurkerar. Borgin er rosalega falleg og svo fundum við fyrir svo miklum áhuga og velvilja í garð Íslands,“ bætir Andrea við. Andrea er nú komin aftur til Ítalíu þar sem hún starfar um þessar mundir. „Ég ætla bara að halda áfram á meðan það gengur svona vel,“ segir Andrea, hógvær, en ilmvötn hennar eru nú fáánleg í yfir tuttugu löndum, allt frá Evrópu, til Bandaríkjanna til Miðausturlanda. Erlend pressa hefur sýnt Andreu mikinn áhuga og fjallað hefur verið um Andreu í þekktum glanstímaritum á borð við Marie Claire, Costume, Elle og Vogue svo einhver séu nefnd.Andrea segir það hafa komið henni ánægjulega á óvart hversu vel hefur gengið með ilmvötnin í Rússlandi.MYND/Úr einkasafniIlmhönnuðurinn Andrea Maack: Andrea Maack er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist úr myndlist í Listaháskóla Íslands árið 2005. Andrea stofnaði fyrirtækið ANDREA MAACK PARFUMS formlega árið 2010, en fyrirtækið er íslenskt ilmvatnhús sem á uppruna sinn að rekja til myndlistarsýninga hennar. Árið 2010 voru þrjú ilmvötn sett á markaðinn á Íslandi. Í framhaldinu hófst öflug markaðssetning erlendis og hefur fjórum ilmvötnum verið bætt við flóruna. Varan er nú seld í yfir hundrað verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Samstarf Andreu við ilmvatnsgerðarmennina (perfumera) er óvenjulegt að því leytinu til að þau vinna saman í að blanda ilmvötn út frá hugarheimi og myndlistarverkum hennar, en hver ilmur frá Andreu kominn er byggður á einhverju verka hennar. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við erum nýkomin frá Moskvu þar sem við vorum að heimsækja samstarfsmenn okkar og tala við pressuna,“ segir Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnður, en vörur Andreu hafa slegið rækilega í gegn þar í landi. „Við héldum móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars versluninni Tsum í Moskvu, en það er einn voldugasti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruverslun í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snærum, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. Auk þess er að finna í versluninni, veitingastaði, vindlastofu og Veuve Clicquot-kampavínsbar, svo eitthvað sé nefnt. „Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtökur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja,“ segir Andrea jafnframt. Andrea var einnig með kynningar í verslununum Gum og Vesna. „Þetta eru allt æðislegar verslanir og heiður fyrir mig að komast að þarna. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa Moskvu – það er rosa kraftur í öllum og öllu. Rússar eru svo miklir fagurkerar. Borgin er rosalega falleg og svo fundum við fyrir svo miklum áhuga og velvilja í garð Íslands,“ bætir Andrea við. Andrea er nú komin aftur til Ítalíu þar sem hún starfar um þessar mundir. „Ég ætla bara að halda áfram á meðan það gengur svona vel,“ segir Andrea, hógvær, en ilmvötn hennar eru nú fáánleg í yfir tuttugu löndum, allt frá Evrópu, til Bandaríkjanna til Miðausturlanda. Erlend pressa hefur sýnt Andreu mikinn áhuga og fjallað hefur verið um Andreu í þekktum glanstímaritum á borð við Marie Claire, Costume, Elle og Vogue svo einhver séu nefnd.Andrea segir það hafa komið henni ánægjulega á óvart hversu vel hefur gengið með ilmvötnin í Rússlandi.MYND/Úr einkasafniIlmhönnuðurinn Andrea Maack: Andrea Maack er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist úr myndlist í Listaháskóla Íslands árið 2005. Andrea stofnaði fyrirtækið ANDREA MAACK PARFUMS formlega árið 2010, en fyrirtækið er íslenskt ilmvatnhús sem á uppruna sinn að rekja til myndlistarsýninga hennar. Árið 2010 voru þrjú ilmvötn sett á markaðinn á Íslandi. Í framhaldinu hófst öflug markaðssetning erlendis og hefur fjórum ilmvötnum verið bætt við flóruna. Varan er nú seld í yfir hundrað verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Samstarf Andreu við ilmvatnsgerðarmennina (perfumera) er óvenjulegt að því leytinu til að þau vinna saman í að blanda ilmvötn út frá hugarheimi og myndlistarverkum hennar, en hver ilmur frá Andreu kominn er byggður á einhverju verka hennar.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira