Vantar öfgarnar Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 12:00 Jón Leifs Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs. Gagnrýni Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Gagnrýni Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira