Tilkynnt verður í dag hvaða íþróttakarl og -kona hljóta sæmdarheitið íþróttafólk ársins 2013 úr röðum fatlaðra.
Jón Margeir Sverrisson, sundkappi úr röðum Fjölnis og Aspar, hlaut titilinn í karlaflokki í fyrra. Hann varð þá Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, frjálsíþrótta- og sundkona hjá ÍFR, hlaut viðurkenninguna í kvennaflokki. Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki í flokki spastískra á Ólympíumótinu í London. Þá setti hún fjölmörg Íslandsmet líkt og Jón Margeir.
Fróðlegt verður að sjá hverjir hljóta viðurkenninguna í ár á hófi á Hótel Sögu.
Hver verður bestur í ár?
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn




Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn