Síminn og Nova hafa eytt gögnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova segja mál Vodafone vera alvarlega áminningu um ábyrgð fyrirtækja. „Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent