„Ég borða eiginlega allt sem ég sé“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2013 00:01 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur bætt sig mikið í 25 m laug. fréttablaðið/valli „Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“ Sund Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Sjá meira
„Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“
Sund Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti