Þú ert ógeð, blikkkarl Sara McMahon skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk. Mögulega hafði Fox nokkuð til síns máls. Þeir kollegar mínir, sem hafa ritað pistla þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði, uppskera oftar en ekki leiðindi fyrir. „Virkir í athugasemdum“ hafa kallað þá illa upp alda, dónalega og vitlausa og einn gekk svo langt að óska þess að pistlahöfundur yrði úti á illa búinni Yaris-bifreið – það mundi kenna honum lexíu. Kaldhæðni er vissulega vandmeðfarin og líklega er óumflýjanlegt að lesendur túlki orð á annan hátt en sá er ritaði þau ætlaði. Þetta gæti verið ástæðan að baki því að broskarlar, fýldir karlar og blikkandi broskarlar reka hverja ritaða setningu á fætur annarri. Þessum körlum er ætlað að lýsa svipbrigðum skrifanda og koma þannig í veg fyrir misskilning. „Þú ert ógeð ;)“ hlýtur með þessu allt aðra merkingu en „þú ert ógeð“. Hið fyrra er augljóslega passíft/agressíft grín, merking seinni setningarinnar er ekki jafn augljós, eða hvað? Þegar ég stundaði nám við HÍ hélt einn kennari minn stutta tölu um þessa karla, eða emoticons eins og þeir kallast á enskri tungu. Hún hélt því fram að ef skrifanda tækist ekki að koma tilfinningum sínum eða tón nógu skýrt fram í textanum án þess að þurfa að styðjast við slíkan karl, þá væri textinn hreinlega ekki nógu góður. Lengst af var ég henni fullkomlega sammála, en í dag tel ég mögulegt að vandinn sé tvískiptur. Gæti verið að lesskilningur fólks hafi tapast í broskarlaflóðinu? Nennir það ekki að leggja merkingu, nema bókstaflega, í broskarlalausan texta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk. Mögulega hafði Fox nokkuð til síns máls. Þeir kollegar mínir, sem hafa ritað pistla þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði, uppskera oftar en ekki leiðindi fyrir. „Virkir í athugasemdum“ hafa kallað þá illa upp alda, dónalega og vitlausa og einn gekk svo langt að óska þess að pistlahöfundur yrði úti á illa búinni Yaris-bifreið – það mundi kenna honum lexíu. Kaldhæðni er vissulega vandmeðfarin og líklega er óumflýjanlegt að lesendur túlki orð á annan hátt en sá er ritaði þau ætlaði. Þetta gæti verið ástæðan að baki því að broskarlar, fýldir karlar og blikkandi broskarlar reka hverja ritaða setningu á fætur annarri. Þessum körlum er ætlað að lýsa svipbrigðum skrifanda og koma þannig í veg fyrir misskilning. „Þú ert ógeð ;)“ hlýtur með þessu allt aðra merkingu en „þú ert ógeð“. Hið fyrra er augljóslega passíft/agressíft grín, merking seinni setningarinnar er ekki jafn augljós, eða hvað? Þegar ég stundaði nám við HÍ hélt einn kennari minn stutta tölu um þessa karla, eða emoticons eins og þeir kallast á enskri tungu. Hún hélt því fram að ef skrifanda tækist ekki að koma tilfinningum sínum eða tón nógu skýrt fram í textanum án þess að þurfa að styðjast við slíkan karl, þá væri textinn hreinlega ekki nógu góður. Lengst af var ég henni fullkomlega sammála, en í dag tel ég mögulegt að vandinn sé tvískiptur. Gæti verið að lesskilningur fólks hafi tapast í broskarlaflóðinu? Nennir það ekki að leggja merkingu, nema bókstaflega, í broskarlalausan texta?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun